Afhending trúnaðarbréfs í Portúgal
Við þetta tækifæri ræddu þeir farsæl samskipti og viðskipti milli landanna fyrr og síðar og möguleika á að auka samstarf þeirra frekar undir merkjum Uppbyggingarsjóðs EES, sér í lagi að því er varðar verkefni tengd jafnréttismálum annars vegar og hafinu og bláa hagkerfinu hins vegar. Í því samhengi greindi sendiherra frá forystuhlutverki Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og Norðurskautsráðinu á þessu ári og vakti athygli á höfuðáherslum í formennskuáætlunum Íslands, m.a. að því er varðar bláan vöxt, sjálfbæra ferðamennsku og ungt fólk.
Í för sinni mun sendiherra jafnframt eiga fleiri fundi með viðeigandi stjórnvöldum til að fylgja þessum samstarfsmöguleikum eftir.
Sendiherra Íslands ásamt sendiherrum Gvæjana, Benín, forseta Portúgals og sendiherrum Máritíus og Jamaíka við athöfnina í Lissabon í dag.
© 2016-2019 Presidency of the Portuguese Republic