Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2019 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Námskeið í netöryggisfræðum með fyrirlesara frá Oxford-háskóla

Dr. Jassim Happa á námskeiði um netöryggismál í ágúst 2018. - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og netöryggisráð standa í sameiningu að námskeiði í netöryggisfræðum dagana 14.-15. janúar. Fyrirlesari á námskeiðinu er Dr. Jassim Happa, vísindamaður og kennari við tölvunarfræðideild Oxford-háskóla.

Sambærilegt námskeið var haldið dagana 27.-28. ágúst sl. og komust þá færri að en vildu. Efnistök námskeiðsins verða í megindráttum eins og í fyrra. Áhersla er lögð á að gefa fræðilega yfirsýn, út frá áherslum, sem eru í doktorsnámi við Oxford-háskóla, fremur en að þjálfa fólk til að beita ákveðnum tæknilegum aðferðum. Námskeiðið á því að geta nýst jafnt fólki með tæknilegan bakgrunn, sem vill kynna sér þróun á þessu sviði, og ýmsum stjórnendum með tæknilegt læsi, sem vilja öðlast skilning á þróun netöryggismála og ýmsum þeim þáttum sem eru á döfinni í netöryggisfræðum.

Ekki er tekið gjald fyrir þátttöku á námskeiðinu en þátttakendur verða að skrá sig fyrir fram. Námskeiðið verður haldið í salarkynnum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Sigurður Emil Pálsson – sigurdur.palsson (hjá) srn.is – formaður netöryggisráðs.

Dagskrá námskeiðs í netöryggisfræðum
Upplýsingar um Dr. Jassim Happa

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta