Málþing um líffæragjöf og líffæraígræðslu 26. janúar
Með breytingu á lögum um brottnám líffæra sem samþykkt var á Alþingi í sumar er nú miðað við ætlað samþykki látins einstaklings fyrir líffæragjöf nema annað liggi fyrir. Lagabreyting sem felur þetta í sér tók gildi 1. janúar síðastliðinn. Embætti landlæknis stendur fyrir opnu málþingi um líffæragjöf og líffæraígræðslu 26. janúar næstkomandi.
Á málþinginu verður fjallað um líffæragjafir og líffæraígræðslur hér á landi og rætt um siðferðileg álitaefni. Í pallborðsumræðum verður rætt um hvað lagabreytingin um nýliðin áramót felur í sér og rætt um rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri.