Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsækir Hæstarétt

Forsætisráðherra heimsækir Hæstarétt - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hæstarétt ásamt fylgdarliði og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Það er mikilvægt að fá tækifæri til að kynna sér starfsemi lykilstofnana samfélagsins, eins og Hæstaréttar, beint og milliliðalaust. Hæstiréttur fagnar aldar afmæli á næsta ári sem verður ánægjulegt að taka þátt í. Sömuleiðis verður áhugavert að fylgjast með starfi réttarins á tímum mikilla breytinga eftir tilkomu Landsréttar.“

Farið var yfir starfsemi réttarins allt frá stofnun hans árið 1920 og þá sérstaklega hvaða breytingar ný dómstólaskipan, sem tók gildi 1. janúar 2018, hefur á starfsemi Hæstaréttar. Með þeim breytingum tók Landsréttur við hlutverki Hæstaréttar sem áfrýjunardómstóll en Hæstiréttur dæmir einungis í fordæmisgefandi málum. Samkvæmt 4. mgr. 16. gr. dómstólalaga taka að jafnaði þrír dómarar Hæstaréttar ákvörðun um veitingu áfrýjunarleyfis og hvort kæra verði tekin til meðferðar.
Þá var fjallað um að árið 2018 hefði Hæstiréttur gegnt tvöföldu hlutverki, annars vegar að ljúka þeim málum sem til hans var skotið samkvæmt eldri dómstólaskipan en þau voru 270 talsins, og hins vegar að innleiða breytt verklag í nýrri dómstólaskipan.


  • Forsætisráðherra heimsækir Hæstarétt - mynd úr myndasafni númer 1
  •   - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta