Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019 Matvælaráðuneytið

Nú eru löggiltir endurskoðendur orðnir alls 320

Tíu einstaklingar fengu í gær réttindi til að kalla sig löggilta endurskoðendur. Þar með eru löggiltir endurskoðendur á Íslandi orðnir alls 320.

Í ræðu Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við þetta tilefni sagði hún að endurskoðendur væru hluti af afar mikilvægri keðju heilbrigðs viðskiptalífs sem samfélagið reiðir sig á. Þórdís Kolbrún vitnaði í greinargerð með nýju frumvarpi til laga um endurskoðendur og endurskoðun sem nú er til meðferðar hjá Alþingi þar sem segir að endurskoðun skuli stuðla að auknu trausti notenda á reikningsskilum félaga og að endurskoðandi skuli gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum og öðrum fjárhagsupplýsingum félaga. Hann sé opinber sýslunarmaður við framkvæmd endurskoðunarstarfa og hlutverk hans er að gæta almannahagsmuna fyrst og fremst. 

Ráðuneytið óskar nýútskrifuðu endurskoðendunum velfarnaðar í störfum sínum, en þeir eru:

  • Agnar Páll Ingólfsson
  • Alda Björk Óskarsdóttir
  • Berglind Klara Daníelsdóttir
  • Birta Mogensen
  • Gísli Páll Baldvinsson
  • Hörður Freyr Valbjörnsson
  • Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson
  • Kristján Daðason
  • Mikael Símonarson
  • Svavar Gauti Stefánsson

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta