Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2019 Forsætisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra funduðu um loftslagsmál í Helsinki

  Frá fundi norrænu ráðherranna í Helsinki í dag. - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisáðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sóttu fund norrænna forsætisráðherra (N5) og norrænna umhverfisráðherra um loftslagsmál í Helsinki. Markmið fundar forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra var að fylgja eftir loftslagsfundinum (COP24) sem fram fór í Katowice í Póllandi í byrjun desember og ræða með hvaða hætti Norðurlöndin geti tekið höndum saman á sviði loftslagsmála.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Baráttan gegn loftslagsbreytingum er alþjóðleg áskorun og þarfnast samvinnu okkar allra. Norðurlöndin geta orðið leiðandi í loftslagsmálum með góðu fordæmi, unnið saman og lært hvert af öðru, og sýnt fram á árangursríkar lausnir sem aðrar þjóðir gætu litið til. Nauðsynlegt er að draga úr losun og nota bæði hefðbundnar aðferðir og nýja tækni við bindingu kolefnis. Við viljum efla samvinnu okkar og vinna saman að kolefnishlutleysi, með norrænum gildum um velferð og hagsæld að leiðarljósi.“

Forsætisráðherra átti einnig tvíhliðafund með Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands og heimsótti Aalto-háskóla í Helsinki þar sem fjallað var sérstaklega um nýsköpun. Þá kynnti forsætisráðherra sér starfsemi Hybrid Centre of Excellence, evrópsks öndvegisseturs gegn fjölþátta ógnum, sem finnsk stjórnvöld höfðu frumkvæði um að setja á laggirnar árið 2016.

Sameiginlega yfirlýsingu norrænu ráðherranna má lesa hér


  •   - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
14. Líf í vatni
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta