Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2019 Forsætisráðuneytið

Viðbótargreinargerð varnaraðila til kærunefndar útboðsmála

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg - mynd

Framkvæmdasýsla ríkisins og forsætisráðuneytið hafa skilað viðbótargreinargerð til kærunefndar útboðsmála vegna kærumáls sem nú er til meðferðar hjá nefndinni og lýtur að lögmæti niðurstöðu hönnunarsamkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið.

Staða málsins er eftirfarandi:

  • Þann 17. desember sl. kærði Andrúm arkitektar ehf. niðurstöðu hönnunarsamkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið. Tillaga kæranda hlaut 2. verðlaun í samkeppninni.
  • Eftir að hafa fengið sjónarmið aðila máls tók kærunefnd útboðsmála ákvörðun, dags. 14. janúar sl., um að stöðva samningsgerð um stundarsakir þar til úrskurðað hefði verið í málinu.
  • Aðilar máls fengu í framhaldinu tækifæri til að skila viðbótargreinargerðum til kærunefndarinnar og hefur sameiginlegri viðbótargreinargerð Framkvæmdasýslu ríkisins og forsætisráðuneytisins nú verið skilað til kærunefndarinnar.
  • Verður kæran í framhaldinu tekin til úrskurðar af hálfu kærunefndarinnar.

Greinargerð um lögmæti niðurstöðu hönnunarsamkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta