Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Hjúkrunarheimilið Seltjörn afhent til rekstrar

Klippt á borða - myndHeilbrigðisráðuneytið

Stefnt er að því að fyrstu íbúar nýja hjúkrunarheimilisins á Seltjarnarnesi, sem hlotið hefur nafnið Seltjörn, geti flutt þar inn um 20. mars næstkomandi. Framkvæmdum við húsnæðið er nú lokið og afhenti Seltjarnarnesbær ríkinu heimilið fullbúið til rekstrar við hátíðlega vígsluathöfn um helgina.

Mikið var um dýrðir þegar afhending heimilisins og vígsla þess fór fram að viðstöddu fjölmenni. Gestum gafst kostur á að skoða húsið sem stendur við Safnatröð, vestast á Seltjarnarnesi í nábýli við Nesstofu. Húsið er á einni hæð og skiptist í fjórar heimilislegar einingar sem hver um sig er með hjúkrunaríbúðum fyrir tíu einstaklinga. Í húsinu er sameiginlegur miðlægur þjónustukjarni og þar er gert ráð fyrir að verði rekin 25 dagdvalarrými, til viðbótar hjúkrunarrýmunum fjörutíu.

Vigdísarholt ehf. sem er hlutafélag í eigu ríkisins mun annast rekstur hjúkrunarheimilisins en félagið rekur einnig hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi.

Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu hjúkrunarheimilisins og vígsluhátíðinni síðastliðinn laugardag þar sem fluttar voru ræður, klippt á borða, lyklar afhentir, tónlist flutt og húsið blessað.

  • Gestir hlýða á Jóhann G. Jóhannsson flytja lagið Seltjarnarnes - mynd
  • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - mynd
  • Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri - mynd
  • Verklokum fagnað - mynd
  • Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts - mynd
  • Séra Bjarni Þór blessaði heimilið - mynd
  • Jón Ingi, fulltrúi verktakafyrirtækisins Munck á Íslandi - mynd
  • Björn Guðbrandsson arkítekt - mynd
  • Hjónin Guðmundur Ásgeirsson og Ólöf Guðfinnsdóttir gáfu öll 40 sjúkrarúmin af fullkomnustu gerð í hjúkrunarheimilið - mynd
  • Meðal góðra gesta - mynd
  • Nafn og merki heimilisins - mynd
  • Tónlist ómaði um húsið - mynd
  • Horft til Nesstofu - mynd
  • Séð út í garð - mynd
  • Útsýni til Esju - mynd
  • Gróttuviti með Snæfellsjökul í baksýn - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta