Umsækjendur um embætti forstjóra Barnaverndarstofu
Sex umsækjendur eru um embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Umsóknarfrestur rann út 28. janúar. Félagsmálaráðherra mun skipa í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar sem ráðherra setur á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur eru þessir:
- Birna Guðmundsdóttir.
- Guðlaug María Júlíusdóttir.
- Heiða Björg Pálmadóttir.
- Katrín Jónsdóttir.
- Róbert Ragnarsson.
- Svala Ísfeld Ólafsdóttir.