Ísland ljóstengt - úthlutað eftir viku
Stjórn Fjarskiptasjóðs ákvað á fundi sínum í morgun fyrirkomulag næstu styrkveitingar vegna verkefnisins Ísland ljóstengt, sem er landsátak stjórnvalda í lagningu ljósleiðarakerfa í dreifbýli um land allt. Að viku liðinni verða sendar upplýsingar til viðkomandi sveitarfélaga um upphæð og skilyrði styrkveitinga sem þeim mun standa til boða.
Að þessu sinni verður tekið mið af svokallaðri samvinnuleið sem kynnt var í upphafi þessa úthlutunarferlis og er því ekki lengur þörf á úthlutun með samkeppnisfyrirkomulagi líkt og í fyrri úthlutunum sjóðsins.
Opnað fyrir úthlutun styrkja í verkefninu Ísland ljóstengt (frétt 5. nóv. 2018)