Breytingar á efnalögum í samráðsferli
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum við drög að breytingu á efnalögum. Breytingarnar eru m.a. til komnar vegna innleiðingar EES-löggjafar sem tengist fullgildingu Minamata-samningsins hér á landi.
Breytingarnar lúta m.a. að því að afnema ákvæði sem geta hindrað frjálst flæði á vörum innan EES-svæðisins og er regluverk einfaldað þar að lútandi.
Minamata-samningurinn er alþjóðlegur samningur um að draga úr notkun á kvikasilfri sem Ísland varð aðili að í ágúst á síðasta ári. Með umræddum breytingum er ætlunin að renna styrkari stoðum undir innleiðingu samningsins hér á landi.
Umsögnum um frumvarpsdrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 22. febrúar næstkomandi.
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum nr. 61/2013 í Samráðsgátt