Sjötti fundur þjóðaröryggisráðs
Á sjötta fundi þjóðaröryggisráðs var annars vegar rætt um lýðræðislega framkvæmd kosninga og lögmæta meðferð persónuupplýsinga í aðdraganda þeirra og hins vegar innleiðingu 5G fjarskiptastaðalsins og öryggissjónarmið varðandi birgjakeðju fjarskiptabúnaðar og annars tæknibúnaðar.
Gestir fundarins voru þau Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjóra var einnig gestur fundarins.