Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fulltrúar Amnesty International afhenda forsætisráðherra skýrslu

Laura Carter, sérfræðingur og rannsakandi hjá aðalstöðvum Amnesty International í London,  Yamini Mishra, yfirmaður deildar aðalstöðva Amnesty International sem snýr að málefnum er varða  kyn, kynferði- og sjálfsmynd, Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, Bryndís Bjarnadóttir, herferðastýra Íslandsdeildar Amnesty International, Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu jafnréttismála og Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.  - mynd

Fulltrúar Íslandsdeildar Amnesty International afhentu forsætisráðuneytinu niðurstöðu skýrslu samtakanna: „No Shame in Diversity: The Right to Health for People with Variations of Sex Characteristics in Iceland“ sem komin er út. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og formaður stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi, tók við skýrslunni fyrir hönd forsætisráðherra.

Skýrslan er afrakstur rannsóknar sem aðalstöðvar Amnesty International ýttu úr vör í fyrra þar sem staða fólks með ódæmigerð kyneinkenni innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi var skoðuð.

 

No Shame in Diversity: The Right to Health for People with Variations of Sex Characteristics in Iceland

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta