Fulltrúar Amnesty International afhenda forsætisráðherra skýrslu
Fulltrúar Íslandsdeildar Amnesty International afhentu forsætisráðuneytinu niðurstöðu skýrslu samtakanna: „No Shame in Diversity: The Right to Health for People with Variations of Sex Characteristics in Iceland“ sem komin er út. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og formaður stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi, tók við skýrslunni fyrir hönd forsætisráðherra.
Skýrslan er afrakstur rannsóknar sem aðalstöðvar Amnesty International ýttu úr vör í fyrra þar sem staða fólks með ódæmigerð kyneinkenni innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi var skoðuð.
No Shame in Diversity: The Right to Health for People with Variations of Sex Characteristics in Iceland