Kynning á formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu frá maí 2019
Ísland tekur í maí 2019 við formennsku í Norðurskautsráðinu af Finnlandi. Einar Gunnarsson sendiherra, sem viðtakandi formaður embættismannanefndar ráðsins, kynnti í dag formennskuáætlun Íslands í hádegisverði sem Kristján Andri Stefánsson sendiherra efndi til í sendiherrabústaðnum að viðstaddri Ségolène Royal fv. ráðherra og heimskautasendiherra Frakklands, André Gattolin öldungadeildarþingmanni og formanni norrænu vináttunefndarinnar í Senatinu, sendiherrum aðildarríkja Norðurskautsráðsins í París eða fulltrúum þeirra og fleiri góðum gestum úr franska stjórnkerfinu.
Kristján Andri Stefánsson, André Gattolin, öldungardeildarþingmaður og Einar Gunnarsson