Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Samkomulag um byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík

Kristján Þór og Svandís - myndHeilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit munu standa saman að byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík sem áætlað að verði tekið í notkun á vormánuðum ársins 2021. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings undirrituðu samning þessa efnis í dag.

 

Nýja hjúkrunarheimilið mun leysa af hólmi dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvamm á Húsavík en húsnæðið þess er orðið gamalt og uppfyllir ekki nútímakröfur hvað varðar skipulag og aðbúnað íbúa.  Heimilið verður reist á lóð við Skálabrekku 21. Með tilkomu nýja heimilisins fjölgar hjúkrunarrýmum um sex.

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er um 2,2 milljarðar króna og mun ríkið greiða 85% kostnaðarins en sveitarfélögin 15%.

Fyrsta verk starfshóps um verkefnið sem í eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins og sveitarfélaganna, verður að vinna áætlunargerð og fullnaðarhönnun hjúkrunarheimilisins í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins.

Miðað er við að verkleg framkvæmd hefjist í byrjun árs 2020 og að taka megi heimilið í notkun á vormánuðum 2021 líkt og áður segir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta