Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2019 Dómsmálaráðuneytið

Breytingar á barnalögum í samráðsferli

Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til breytinga á barnalögum nr. 76/2003 auk breytinga á ýmsum lögum. Þær breytingar sem lagðar eru til á barnalögum snúa annars vegar að því að lögfesta ákvæði um heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns og hins vegar um umfangsmiklar breytingar á ákvæðum laganna um framfærslu barns og meðlag. Þá eru lagðar til breytingar á öðrum lögum, sem heyra undir mismunandi ráðuneyti, og snúa að því að ná fram tilteknum réttaráhrifum sem tengjast breytingum á barnalögum um skipta búsetu barns auk breytinga á ákvæðum um meðlag.

Í frumvarpinu er að finna allnokkur nýmæli frá því sem er í gildandi lögum:

  • Nýtt ákvæði um heimild til að semja um skipta búsetu barns.
  • Lögbundnar forsendur samninga foreldra um forsjá, búsetu og umgengni í viðeigandi lagaákvæðum.
  • Nýtt ákvæði um samtal að frumkvæði barns.
  • Skýrari ákvæði um rétt barns til að tjá sig.
  • Gagngerar breytingar á ákvæðum um framfærslu og meðlag þar sem lögð er áhersla á aukið samningsfrelsi, lágmarksframfærslukostnað barns, tillit til tekna beggja foreldra, tillit til umgengni o.fl.

Umsögnum um frumvarpsdrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 4. mars næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta