Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2019 Dómsmálaráðuneytið

Ríkisborgararéttur í samráðsgátt

Íslenski fáninn - myndSøren Sigfusson / Norden.org

Drög að breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt hafa verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsögn um frumvarpið til og með 3. mars nk.

Markmiðið með frumvarpinu er að auka skilvirkni við afgreiðslu ríkisborgaramála, skerpa á nokkrum ákvæðum laganna og tryggja jafnræði við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.

Frumvarpið felur í sér breytingar á biðtíma vegna refsinga, m.a. vegna breytinga á reglum um fjárhæðir sekta vegna umferðarlagabrota. Lögð er til breyting á búsetutíma maka íslensks ríkisborgara og lítils háttar breytingar á heimild umsækjanda til dvalar erlendis á búsetutímanum. Þá er lagt til að afgreiðsla umsókna verði hjá stjórnvöldum og að horfið verði frá því fyrirkomulagi að unnt verði að leita til Alþingis um afgreiðslu þeirra. Í samræmi við það gerir frumvarpið ráð fyrir auknum heimildum Útlendingastofnunar til að leggja mat á tiltekin atriði við afgreiðslu umsókna.

 

Skoða drög að frumvarpi í samráðsgátt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta