Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2019 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Úganda

Unnur Orradóttir Ramette afhenti Yoweri Museveni, forseta Úganda, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu þann 22. febrúar sl. 

Eftir athöfnina ræddu þau samskipti landanna á sviði þróunarsamvinnu, jafnréttis,-og mannréttindamál og stjórnmál í A-Afríku og hvernig mætti auka tvíhliða viðskipti landanna.

Ísland starfrækir sendiráð í höfuðborginni Kampala en auk Úganda eru umdæmisríki Djíboutí, Eþíópía, Kenía, Namibía og Malaví. Sendiherra er jafnframt fastafulltrúi Íslands gagnvart Afríkusambandinu og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum