Kristján Þór fundaði í Reykjavík í hádeginu og heldur fund á Norðurlandi í kvöld
Þessa dagana heldur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra opna fundi um frumvarp varðandi innflutning á m.a. ófrystu kjöti sem er til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda.
Salurinn í Þjóðminjasafninu var sléttfullur í hádeginu í dag og að lokinni tölu ráðherra voru góðar og málefnalegar umræður.
Í kvöld kl. 20 heldur ráðherra svo opinn fund í Félagsheimilinu Hlíðarbæ í Hörgársveit.
Dagskrá fundanna sem eftir eru:
- Fimmtudagur 28. feb. kl. 20:00 Félagsheimilið Hlíðarbær, Hörgársveit
- Mánudagur 4. mars kl. 20:30 Hótel Hamar, Borgarnesi
- Þriðjudagur 5. mars kl. 20:00 Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
Hér getur þú skilað inn umsögn um frumvarpið á Samráðsgátt stjórnvalda.
Umsagnarfrestur rennur út miðvikudaginn 6. mars nk.