Hoppa yfir valmynd
1. mars 2019 Matvælaráðuneytið

Skýrsla starfshóps um viðbrögð vegna dóma Hæstaréttar um úthlutun aflaheimilda á makríl

Með tveimur dómum Hæstaréttar Íslands í desember 2018 var viðurkennd skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins vegna tjóns tveggja útgerðarfélaga, en talið var að á árunum 2011 til 2014 hafi skipum þeirra verið úthlutað minni aflaheimildum til veiða á makríl en skylt var samkvæmt lögum.

Í kjölfar dóms Hæstaréttar skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfshóp til að fara yfir þýðingu þessara dóma og veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi þær ákvarðanir sem taka þarf.

Starfshópurinn hefur nú skilað skýrslu til ráðherra og er í henni m.a. farið yfir valdheimildir ráðherra að óbreyttum lögum og jafnframt stillt upp helstu valkostum ef valin er leið lagasetningar.

Starfshópinn skipuðu Arnór Snæbjörnsson yfirlögfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og lögmennirnir Hulda Árnadóttir og Jóhannes Karl Sveinsson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta