Svör félaga í ríkiseigu við fyrirspurn ráðherra um launaákvarðanir og starfskjör
Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi 12. febrúar síðastliðinn bréf til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu og Bankasýslu ríkisins þar sem óskað var upplýsinga um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, m.a. með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.
Í bréfinu 12. febrúar s.l. var gefinn vikufrestur til að svara. Eftirfarandi svör hafa borist og fer ráðuneytið nú yfir þau og mun í kjölfarið bregðast við eins og tilefni og ástæða kann að vera til í hverju einstöku tilviki:
Eignarhlutir ehf. (enginn framkvæmdastjóri)
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf.
Rannsókna- og háskólanet Íslands hf.
Situs ehf (enginn framkvæmdastjóri)
Vísindagarðurinn hf. (enginn framkvæmdastjóri)
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf.
Öryggisfjarskipti ehf. (ólaunaður framkvæmdastjóri)