Hoppa yfir valmynd
14. mars 2019 Matvælaráðuneytið

Fullt út úr dyrum á málþingi um áhættumat erfðablöndunar

Um 130 manns sóttu málþing um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stóð fyrir í Sjávarútvegshúsinu í morgun. Bein útsending var frá málþinginu og má sjá upptöku af fundinum hér.

Hafrannsóknastofnun gaf áhættumatið fyrst út í júlí 2017. Ráðherra lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest og jafnframt að það verði tekið til endurskoðunar í sumar. Á málþinginu var farið yfir áhættumatið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rætt var um næstu skref í þróun þess.

Dagskrá málþingsins var með eftirfarandi hætti:

  • 09:00: Opnun málþings. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • 09:10: Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun og einn höfunda áhættumatsins
  • 09:25: Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
  • 09.35: Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga
  • 09.45-10:30: Pallborðsumræður.
    • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, alþingismaður og 1. varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis
    • Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
    • Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund
    • Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar Alþingis
    • Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og einn höfunda áhættumatsins

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur
14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta