Staða forstjóra Samgöngustofu laus til umsóknar
Staða forstjóra Samgöngustofu hefur verið auglýst laust til umsóknar. Leitað er að framsýnum leiðtoga með brennandi áhuga á þróun og framtíð samgöngumála á Íslandi, metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs. Ráðherra skipar forstjóra Samgöngustofu til fimm ára frá 6. ágúst nk.
Forstjóri Samgöngustofu stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri. Hjá Samgöngustofu starfa 150 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Stofnunin fer með stjórnsýslu, öryggismál og eftirlit á sviði flugmála, umferðar- og vegamála, siglinga- og hafnamála. Meðal annarra verkefna Samgöngustofu eru rannsóknir, greining og þróun á starfssviðinu ásamt fræðslu og upplýsingamiðlun um samgöngumál.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi.
- Árangursrík reynsla af stjórnun, rekstri, stefnumótun og áætlanagerð.
- Færni til að vinna að umbótum.
- Reynsla af alþjóðasamstarfi kostur.
- Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku nauðsynleg.
- Góð hæfni til samvinnu og í samskiptum.
Umsókn skal fylgja stutt kynningarbréf um hvers vegna sótt er um starfið og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í starfi forstjóra Samgöngustofu.
Upplýsingar um embættið veitir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, í síma 545 8200.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 1. apríl nk. Umsóknum skal skila rafrænt á [email protected]. Nánari upplýsingar um starfið eru á Starfatorgi – starfatorg.is