Hoppa yfir valmynd
19. mars 2019 Forsætisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Starfsemi og áherslusvið UNESCO eru fjölbreytt og eru málefnaáherslur Íslands þar af leiðandi með breiðri skírskotun ásamt því að flétta inn áherslur á sviði tungumála, menningar- og náttúruarfs. Þá verður framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, jafnrétti, virk þátttaka ungmenna og aðgengi allra að menntun rauður þráður í áherslum Íslands. Þá er unnið að því að efla þátttöku og sýnileika Íslands á vettvangi UNESCO og meðal annars í því skyni hefur Ísland tekið að sér formennsku í ríkjahópi 1 hjá UNESCO (vestræn ríki og Norður Ameríka) fyrir árið 2019. Áherslur UNESCO samræmast enn fremur markmiðum Íslands í þróunarsamvinnu og í ljósi þess er unnið að því að Ísland styðji þróunarsamvinnuverkefni UNESCO á næstu árum.

Kosningateymi framboðsins, skipað fulltrúum forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis auk kosningastjóra framboðsins, hefur unnið málefnaáherslurnar og fyrirhugað er að framboð Íslands og málefnaáherslur verði kynntar með viðeigandi hætti á aðalráðstefnu UNESCO sem haldin verður í nóvember á þessu ári.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta