Til umsagnar: Drög að innkaupastefnu matvæla fyrir opinbera aðila
Í febrúar 2018 var skipaður starfshópur til að móta drög að innkaupastefnu opinberra aðila á sviði matvæla og hafa þau nú verið lögð fram á Samráðsgátt stjórnvalda.
Í innkaupastefnunni er m.a. lögð áhersla á tryggja neytendum matvæli úr heilnæmum afurðum með tilliti til framleiðsluhátta og umhverfisáhrifa. Máltíðir taka mið af ráðleggingum embættis landlæknis um mataræði og áhersla er lögð á aðgang neytenda í opinberum mötuneytum að uppruna og næringargildi og í náinni framtíð um kolefnisspor máltíða.
Árlega kaupir ríkið matvæli fyrir um 3 milljarða króna og því augljóst að það getur haft víðtæk áhrif á eftirspurn matvæla og eflingu nýsköpunar. Það er vilji stjórnvalda að ganga á undan með góðu fordæmi og er lögð áhersla á að efla samráð allt frá framleiðanda til kaupanda og styrkja fræðsluhlutverk stjórnvalda.
Frestur til að skila inn umsögn er til 4. apríl.