Dr. Silja Bára Ómarsdóttir nýr formaður Jafnréttisráðs
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað Dr. Silju Báru Ómarsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem formann Jafnréttisráðs. Hún tekur við af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
Samkvæmt lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal Jafnréttisráð meðal annars vera ráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna.