Hoppa yfir valmynd
22. mars 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Megum ekki gleyma sögunni

 Andras Hamori, fyrir miðju, ásamt öðrum sem tóku til máls. - mynd

Andras Hamori deildi minningum sínum um helförina á vel sóttum hádegisverðarfundi í Iðnó í dag. Andras er gyðingur af ungverskum uppruna og upplifði í síðari heimsstyrjöldinni ólýsanlegan hrylling helfararinnar.

Andras var vorið 1944 fluttur nauðugur ásamt fjölskyldu sinni frá Ungverjalandi í útrýmingar- og þrælkunarbúðir nasista. Lífi hans, og þúsunda annarra gyðinga í Ungverjalandi, var aftur á móti bjargað af Raoul Wallenberg, sænskum stjórnarerindreka, sem útvegaði þeim sænskt vegabréf. Fjölskylda Andras átti hins vegar ekki afturkvæmt. Hann flúði yfir til Austurríkis og fékk loks vernd sem flóttamaður í Bandaríkjunum þar sem hann hefur búið síðan.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti ávarp á fundinum og sagði: Það hlýtur að vera erfitt fyrir Andras að segja okkur sögu sína en ég þakka honum kærlega fyrir að leggja það á sig. Við þurfum að hlusta. Við þurfum að muna. Það er ekki auðvelt að ræða og rifja upp hræðilega atburði en ef við gerum það ekki er hættan sú að við förum að taka lífinu og friðsamlegri framtíð sem sjálfsögðum hlut. Við megum ekki sofna á verðinum.

Aðrir sem tóku til máls voru Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor við Háskóla Íslands, Morten Kjærum, framkvæmdastjóri Raoul Wallenberg Institute og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

  •  Andras Hamori og Ásmundur Einar - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta