Loftslagsbreytingar: þróun lausna og bætt nýting auðlinda komið í samráðsgátt til umsagnar
Framtíðarnefnd forsætisráðherra hefur sett fram spurningar í samráðsgátt stjórnvalda um þróun lausna við loftslagsvandanum. Þar mun almenningi og hagsmunaaðilum gefast kostur á að setja fram sjónarmið sín um hvernig íslenskt hugvit getur tekið forystu við þróun framtíðarlausna á þessu vettvangi og hvernig íslensk stjórnvöld geta komið að því.
Markmiðið með vinnu nefndarinnar er að leita leiða til að styðja við íslenskt hugvit við þróun lausna við loftslagsvandanum vegna afleiðinga loftslagsbreytinga sem verða sífellt augljósari eins og náttúruhamfarir á borð við hungursneyð og vatnsskortur. Ljóst er að ríki um allan heim munu þurfa að leggja aukna áherslu á þróun, nýsköpun og hönnun til að geta brugðist við og dregið úr væntanlegum áhrifum hlýnunar jarðar.
Sjá nánar á samráðsgátt: Loftslagsbreytingar: Þróun lausna og bætt nýting auðlinda