Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Vilborg Þ. Hauksdóttir sett í tímabundna stöðu ráðuneytisstjóra

Vilborg Hauksdóttir - mynd
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett Vilborgu Þ. Hauksdóttur til að gegna stöðu ráðuneytisstjóra tímabundið frá 1. apríl til loka maí, eða þar til Ásta Valdimarsdóttir tekur við embættinu.

Vilborg tekur við starfinu af Ólafi Darra Andrasyni sem hefur starfað sem settur ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu frá því það var stofnað 1. janúar síðastliðinn. Ólafur Darri hefur gegnt embætti skrifstofustjóra á skrifstofu hagmála og fjárlaga en tekur nú við nýju starfi sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans frá 1. apríl næstkomandi.

Vilborg Þ. Hauksdóttir er lögfræðingur að mennt. Hún hefur um árabil starfað hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn en er nýlega komin aftur til starfa hjá Stjórnarráðinu. Vilborg hefur gegnt embætti skrifstofustjóra á skrifstofu ráðuneytisstjóra og verið staðgengill ráðuneytisstjóra undanfarna mánuði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta