Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Runólfur Birgir Leifsson skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu

Runólfur Birgir Leifsson - mynd

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Runólf Birgi Leifsson skrifstofustjóra yfir skrifstofu hagmála og fjárlaga í heilbrigðisráðuneytinu. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við mat ráðgefandi nefndar sem skipuð var til að meta hæfni umsækjenda, líkt og kveðið er á um í lögum um Stjórnarráð Íslands.

 

Runólfur Birgir er viðskiptafræðingur að mennt og lauk árið 2001 meistaragráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og Viðskiptaháskólanum í Árósum. Runólfur hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum.  Síðastliðin tíu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Tryggingastofnun ríkisins. Áður vann hann hjá Reykjavíkurborg um árabil, fyrst sem forstöðumaður fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar og síðar sem fjármálastjóri menntasviðs. Hann var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands í sjö ár, ritari fjárveitinganefndar Alþingis í eitt ár og á árunum 1981-1990 starfaði hann sem sérfræðingur og síðar deildarstjóri fjármála- og tölvudeildar í menntamálaráðuneytinu.

Í umsögn matsnefndar segir að Runólfur hafi verulega þekkingu og langa og fjölbreytta reynslu á sviði rekstrar, hann hafi gegnt ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum og sé með góða þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Einnig hafi hann afburðaþekkingu og reynslu á sviði tölvuvinnslu og lausna í upplýsingatækni: „Runólfur hefur sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt skipulags og greiningarhæfni og hefur metnað og vilja til að ná árangri“ segir meðal annars í umsögn matsnefndarinnar.

Skipað er í embætti skrifstofustjóra til fimm ára, í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta