Umsækjendur um embætti forstjóra Samgöngustofu
Alls bárust 23 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu sem auglýst var í mars. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og tekur skipunin gildi 6. ágúst nk.
Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún starfar í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Í henni eiga sæti Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Umsækjendur um embætti forstjóra Samgöngustofu:
- Aðalsteinn Magnússon, rekstrarhagfræðingur
- Dagmar Sigurðardóttir, sviðsstjóri
- Einar Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri
- Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
- Geirþrúður Alfreðsdóttir, verkfræðingur og flugstjóri
- Guðjón Skúlason, forstöðumaður
- Guðmundur I. Bergþórsson, verkefnastjóri
- Hafsteinn Viktorsson, forstjóri
- Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
- Halldór Ólafsson Zoëga, deildarstjóri
- Hlynur Sigurgeirsson, hagfræðingur
- Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri
- Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri
- Jón Karl Ólafsson, ráðgjafi
- Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri
- Margrét Hauksdóttir, forstjóri
- Reynir Sigurðsson, framkvæmdastjóri
- Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóri og stjórnsýsluráðgjafi
- Sigrún Birna Sigurðardóttir, ráðgjafi
- Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri
- Trausti Harðarson, ráðgjafi
- Þorkell Hróar Björnsson, framkvæmdastjóri
- Þórólfur Árnason, forstjóri