Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skýrsla um raforkumálefni garðyrkjubænda


Starfshópur um raforkumálefni garðyrkjubænda var skipaður af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 27. apríl 2018. Starfshópnum var ætlað að kortleggja þróun framleiðslukostnaðar garðyrkjubænda og hlut raforku í honum, þróun gjaldskrárbreytinga, taxta og niðurgreiðslna vegna raforkunotkunar garðyrkjubænda, kanna möguleika til aukinnar nýsköpunar, þróunarverkefna og samstarfs í greininni og skoða hvaða möguleikar og verðmæti kunni að felast í kolefnisfótspori garðyrkjunnar eða öðrum loftlagstengdum áherslum.

Skýrslan inniheldur tillögur að aðgerðum sem miða að aukinni nýsköpun og þróun í greininni en einnig tillögur er varða framkvæmd niðurgreiðslna raforkuverðs til garðyrkjubænda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta