Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2019 Innviðaráðuneytið

Vegaframkvæmdir - leiðir til fjármögnunar

Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilaði skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra föstudaginn 5. apríl 2019. Í skýrslunni eru kynntir valkostir við fjármögnun og aðferðafræði við forgangsröðun verkefna. Á þeim grunni setti starfshópurinn saman lista yfir níu flýtiframkvæmdir sem uppfylltu kröfu um umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata vegna slíkra flýtiframkvæmda.

Leiðarljós í starfi starfshópsins var leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Álag á vegi hafi aukist mikið síðustu ár en á sama tíma hafi framlög til vegagerðar verið óvenjulega lág sem hlutfall af landsframleiðslu.

Starfshópurinn fór yfir stöðu vegaframkvæmda í vinnu sinni og leitaði fyrirmynda um fjármögnun í vegakerfinu hjá nágrannalöndum. Vegagerðin telur nú nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er að kosti yfir 400 milljarða króna. Þótt aukið fjármagn hafi komið til samgöngumála í gildandi fjármálaáætlun þurfi að finna leiðir til að fjármagna og forgangsraða framkvæmdum og flýta þeim eins og kostur er.

SRN_Skýrsla_Fjármögnun samgöngukerfisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta