Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skýrsla um þróun raforkuverðs og samkeppni frá setningu raforkulaga 2003

Snemma árs 2019 óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eftir því að verkfræðistofan EFLA tæki saman skýrslu að nýju um þau mál og hvernig til hafi tekist með þá breytingu sem átti sér stað með setningu raforkulaga 2003. Með þeim lögum var raforkuvinnsla og sala raforku gefin frjáls en sérleyfi þarf til að flytja eða dreifa raforku. 

Í skýrslunni kemur fram að tekist hafi að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu raforku og að fyrirtæki sem keppi á þeim markaði fari fjölgandi. Verð á raforku í smásölu hafi farið lækkandi eftir setningu raforkulaga, hafi síðan hækkað að nýju og sé nú svipað að raunvirði og það var fyrst eftir skipulagsbreytingarnar. Ekki verði annað séð en að veruleg samkeppni sé í smásölu raforku en til að auka hana sé mikilvægt að hvetja heimili og fyrirtæki til að skoða möguleika sína hvað varðar raforkukaup.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta