Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2019 Forsætisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir samstarfsverkefni Barnaheilla

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 5 millj. kr. af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til Barnaheilla til að standa straum af samstarfsverkefni með UNICEF, umboðsmanni barna og Menntamálastofnun um fræðslu og útgáfu efnis um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Um er að ræða framlag til að standa straum af nýjum vef og öðru kynningarefni um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið er samstarfsverkefni Barnaheilla, UNICEF, umboðsmanns barna og Menntamálastofnunar.

Til stendur að hið nýja fræðsluefni verði bæði stafrænt og prentað, aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku. Skulu öll efnistök og áherslur taka mið af gildandi lögum og aðalnámskrám sem og þeim reglum sem samstarfsaðilar eru bundnir af í störfum sínum með börnum og fyrir þau. Menntamálastofnun mun jafnframt leggja til vinnu við verkefnið.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta