Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings
Félagsmálaráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið í leiðbeiningum til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings. Tekjumörk hækka um rúmlega 7 prósent á milli ára og eru nýju tekjumörkin eftirfarandi:
Fjöldi heimilismanna |
Neðri tekjumörk á ári |
Efri tekjumörk á ári |
Neðri tekjumörk á mánuði |
Efri tekjumörk á mánuði |
1 |
3.885.000 |
4.856.250 |
323.750 |
404.688 |
2 |
5.138.226 |
6.422.783 |
428.186 |
535.232 |
3 |
6.015.484 |
7.519.355 |
501.290 |
626.613 |
4 eða fleiri |
6.516.774 |
8.145.968 |
543.065 |
678.831 |
Eignamörk hækka úr 5.510.000 kr. í 5.769.000 kr. milli ára.
Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.
Leiðbeinandi reglur um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings félagsþjónustu sveitarfélaga