Hoppa yfir valmynd
10. maí 2019 Forsætisráðuneytið

Stjórnarskrárákvæði um auðlindir og umhverfisvernd í samráðsgátt

Gjáin í Þjórsárdal - myndHugi Ólafsson

Á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi fyrr í dag var ákveðið að afgreiða tvö frumvörp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands til samráðs við almenning á samráðsgátt stjórnvalda. Annars vegar er um að ræða frumvarp um umhverfisvernd og hins vegar frumvarp um auðlindir í náttúru Íslands en vinna við þessi tvö frumvörp er komin á þann stað að rétt þykir að leita álits og athugasemda frá almenningi um efni þeirra.

Vakin er athygli á því að samráðsgátt stjórnvalda er einungis eitt af þeim verkfærum sem nýtt verða til samráðs við almenning í stjórnarskrárvinnunni en að auki mun fara fram skoðanakönnun og rökræðukönnun síðar á árinu 2019.

Frumvörpin verða til umsagnar í samráðsgáttinni til 30. júní nk.

 

Drög að stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd

Drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta