Hoppa yfir valmynd
14. maí 2019 Forsætisráðuneytið

Fjallað um viðbrögð við eldgosi og hópslysum á fundi þjóðaröryggisráðs

Ferðalangar á jökli  - myndMynd: Golli

Fjallað var um viðbúnað vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli og viðbúnað í dreifbýli vegna almannavarnavár og hópslysa á sjöunda fundi þjóðaröryggisráðs sem haldinn var í gær.

Gestir fundarins voru Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, auk annarra fulltrúa frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og embætti lögreglustjórans á Suðurlandi.

Þjóðaröryggisráð samþykkti að tillögu ríkislögreglustjóra að hefja undirbúning að því að fram fari fagleg rýni á almannavarnavarnakerfinu og hvað megi betur fara til þess að takast á við nýjar áskoranir þ.m.t. að rýna áhættugreiningar og skoða aðferðir sem hafa verið notaðar við áhættugreiningu og gerð viðbragðsáætlana. Jafnframt verði rýnt verklag og viðbúnaður innan umdæma. Þá verður málið rætt áfram á næsta fundi ráðsins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta