Hoppa yfir valmynd
14. maí 2019 Heilbrigðisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Norræn ráðstefna: JÖFNUÐUR - HEILSA - VELLÍÐAN

JÖFNUÐUR – HEILSA – VELLÍÐAN

áskoranir á Norðurlöndum - 29. maí 2019.

Ráðstefna um jöfnuð, heilsu og vellíðan verður haldin í Reykjavík 29. maí 2019 í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina.

Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvort og þá hvernig unnt sé að auka heilsufarslegan jöfnuð og vellíðan á Norðurlöndum. Þá verður rýnt sérstaklega hið flókna samspil tekna, heilsu og menntunar og leitað svara við því hvaða áhrif heilsa hefur á fjárhagslega og félagslega stöðu fólks. Einnig hvernig slæm fjárhagsstaða og fá bjargræði geta haft áhrif á heilsuna.

Norrænir og alþjóðlegir fyrirlesarar, rannsakendur, sérfræðingar, fulltrúar notenda og stefnumótunaraðilar munu sækja ráðstefnuna. Við vonumst einnig til að sjá þig!

Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar:  www.healthequity2019.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta