Hoppa yfir valmynd
20. maí 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsótti Múlalund

Forsætisráðherra heimsótti Múlalund í tilefni af 60 ára afmæli Múlalundar. Gengið var um vinnustaðinn og fékk forsætisráðherra kynningu á starfseminni fyrr og nú. 

Múlalundur hefur ávallt lagt áherslu á að hver og einn fái starf við hæfi og finni kröftum sínum og sköpunargleði farveg. Landsþekktar eru Egla-möppurnar sem finna má víða á íslenskum vinnustöðum en margar aðrar vörur Múlalundar eru landsmönnum að góðu kunnar. Þá vakti gamall varningur athygli, eins og dömubindi, tvist-teygjur og margs konar töskur. Forsætisráðherra ávarpaði gesti og óskaði Múlalundi hjartanlega til hamingju með afmælið.


  •   - mynd
  •   - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta