Ávarp heilbrigðisráðherra á þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
Harald Aspelund, sendiherra í Genf, flutti ræðu Svandísar Svavarsdóttur á 72. þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem nú stendur yfir í Genf. Yfirskrift ræðunnar var Heilbrigðisþjónusta fyrir alla – Skiljum engan eftir (e. Universal health coverage: leaving no-one behind) og fjallaði um megináherslur Íslands í heilbrigðismálum og þau verkefni sem nú eru í forgangi af hálfu stjórnvalda.