Hoppa yfir valmynd
27. maí 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Vel sótt vinnustofa um uppbyggingu árangursríkra geðheilsuteyma

Heilbrigðisráðuneytið hélt fyrir helgi vinnustofu með fulltrúum geðheilsuteyma af öllu landinu og fulltrúum notenda geðheilbrigðisúrræða um uppbyggingu árangursríkra geðheilsuteyma á landsvísu. Mikill áhugi var fyrir vinnustofunni og komust færri að en vildu.

 

Á síðustu misserum hefur verið fjárfest í uppbyggingu geðheilsuteyma á öllu landinu og í febrúar síðastliðnum tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu, með áherslu á uppbyggingu geðheilsuteyma. Geðheilsuteymin eru mikilvæg viðbót við grunnheilbrigðisþjónustuna. Þau eru ekki félagsleg úrræði, heldur heilbrigðisþjónusta. Mikilvægt er að hlúa að tengslum á milli heilbrigðis- og félagsþjónustu, byggja brýr á milli úrræða og ekki síst að eiga í virku samráði við notendur um þróun þjónustunnar í þeirra þágu. Um þetta var sérstaklega fjallað á vinnustofunni með áherslu á að allir fengju tækifæri til að viðra sín sjónarmið á uppbyggilegan hátt.

Á vinnustofunni gegndu fulltrúar notenda mikilvægu hlutverki við SVÓT-greiningu fyrir geðheilsuteymi allra heilbrigðisumdæma landsins, þar sem farið var fyrir styrkleika, veikleika, ógnir og tækifæri sem hvert teymi stendur frammi fyrir. Einnig var fjallað sérstaklega um gæði og gæðavísa í heilbrigðisþjónustu og hvernig best megi mæla árangur veittrar þjónustu.

Um þessar mundir er verið að ráða notendafulltrúa til starfa í í geðheilsuteymunum á höfuðborgarsvæðinu og er þess vænst að það geti orðið fyrirmynd fyrir önnur geðheilsuteymi víðsvegar um landið.

  • Vel sótt vinnustofa um uppbyggingu árangursríkra geðheilsuteyma - mynd úr myndasafni númer 1
  • Vel sótt vinnustofa um uppbyggingu árangursríkra geðheilsuteyma - mynd úr myndasafni númer 2
  • Vel sótt vinnustofa um uppbyggingu árangursríkra geðheilsuteyma - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta