Hoppa yfir valmynd
14. júní 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Magnús Guðmundsson skipaður í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs

Magnús Guðmundsson - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Magnús Guðmundsson í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs frá 11. júní sl. en hann hefur verið settur framkvæmdastjóri þjóðgarðsins síðasta ár.

Magnús Guðmundsson var forstjóri Landmælinga Íslands (LMÍ) á Akranesi frá 1. janúar 1999 þar til hann tók við núverandi embætti. Magnús hefur verið virkur í alþjóðlegu samstarfi sem forstjóri LMÍ og var hann m.a. forseti Eurogeographics 2007-2009, en það eru samtök korta- og fasteignastofnana Í Evrópu. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í norrænu samstarfi kortastofnana og samstarfi tengdu Norðurskautsráðinu. Meðfram störfum sínum hefur Magnús verið virkur í félagsmálum og var hann m.a. formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana frá 2009-2014 og í stjórn þess félags frá 2017-2019. Magnús tengist íþróttahreyfingunni einnig sterkum böndum og er hann nú formaður Knattspyrnufélags ÍA á Akranesi.

Magnús er giftur Guðrúnu Guðbjarnadóttur grunnskólakennara og eru þau búsett á Akranesi með fjölskyldu.

Embætti forstjóra Landmælinga Íslands var auglýst í maí sl. og sóttu tveir um stöðuna, Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri stofnunarinnar, og Reynir Jónsson cand. oecon í viðskiptafræði.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta