Hoppa yfir valmynd
14. júní 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung 2019

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2019 liggur fyrir. Uppgjörið í heild sinni er aðgengilegt á vefsíðu Fjársýslu ríkisins.  Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs eru:

  • Tekjujöfnuður tímabilsins er neikvæður um tæplega 7 ma.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hann yrði í jafnvægi.
  • Á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs námu innheimtar tekjur ríkissjóðs 197,2 ma.kr. 
  • Gjöld tímabilsins án fjármagnsgjalda eru 188 ma.kr. sem er í samræmi við áætlun. 
  • Fjármagnsjöfnuður tímabilsins er neikvæður um 12,9 ma.kr. Fjármagnstekjur nema 2,9 ma.kr., sem er 0,6 ma.kr. yfir áætlun, en fjármagnsgjöld nema 15,8 ma.kr. og eru 3,3 ma.kr. yfir áætlun.
  • Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 2 ma.kr. og lækkar um 42,4 ma.kr.
  • Skuldir ríkissjóðs héldu áfram að lækka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Nettóstaða tekinna lána nam alls 737 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs og lækkuðu þau um 36 ma.kr. frá árslokum 2018.
  • Fjárfestingar námu 3,3 ma.kr. og voru 2,6 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
  • Tilfærslur námu alls 86,1 ma.kr. og voru 2,2 ma.kr. umfram áætlun.
  • Útgjöld málefnasviða að frádregnum rekstrartekjum námu 197 ma.kr. og voru 4,6 ma.kr umfram áætlun ársins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta