Alþjóðleg könnun á viðhorfum fólks til bólusetninga
Hér á landi telja 97% almennings að bólusetningar séu áhrifaríkar til að koma í veg fyrir sjúkdóma og 99% telja bólusetningar mikilvægar fyrir börn. Aftur á móti eru um 40% aðspurða í vafa um öryggi bóluefna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri alþjóðlegri skoðanakönnun um ýmis heilbrigðismál þar sem meðal annars var spurt um afstöðu fólks til bólusetninga.