Hoppa yfir valmynd
21. júní 2019 Utanríkisráðuneytið

Loftferðasamningur við Úkraínu áritaður

Sendinefnd Úkraínu naut íslenskrar rjómablíðu. Frá vinstri: Danylo Davydov, Flugmálastofnun Úkraínu, Kristín Helga Markúsdóttir, Samgöngustofu, Iryna Shevchuk, Flugmálastofnun Úkraínu, og Benedikt Ásgeirsson, sendiherra. Á myndina vantar William Frey Huntingdon-Williams. - mynd

Sendinefnd frá Úkraínu sótti fund með sameiginlegu loftferðateymi utanríkisráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samgöngustofu 20. júní 2019. Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, leiddi fyrir hönd Íslands.

Í lok fundarins var áritaður lofferðasamningur milli Íslands og Úkraínu. Samningurinn gildir með tímabundnum hætti um loftferðir á milli ríkjanna þar til hann verður undirritaður. Fundurinn í dag markar því ákveðin tímamót í samningaviðræðum ríkjanna á sviði loftferðamála en með þessu skrefi er opnað á nýja möguleika fyrir aðila í farþega- eða vöruflugi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta