Loftferðasamningur við Úkraínu áritaður
Sendinefnd frá Úkraínu sótti fund með sameiginlegu loftferðateymi utanríkisráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samgöngustofu 20. júní 2019. Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, leiddi fyrir hönd Íslands.
Í lok fundarins var áritaður lofferðasamningur milli Íslands og Úkraínu. Samningurinn gildir með tímabundnum hætti um loftferðir á milli ríkjanna þar til hann verður undirritaður. Fundurinn í dag markar því ákveðin tímamót í samningaviðræðum ríkjanna á sviði loftferðamála en með þessu skrefi er opnað á nýja möguleika fyrir aðila í farþega- eða vöruflugi.