Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Sex sækja um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem heilbrigðisráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í lok maí. Umsóknarfrestur rann út 18. júní síðastliðinn.
Umsækjendur eru eftirtaldir:
- Birgir Guðjónsson, deildarstjóri
- Díana Óskarsdóttir, deildarstjóri
- Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur
- Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, forstöðumaður
- Ingunn Björnsdóttir, dósent
- Sigurður Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar á umsækjendum sem skipuð er í samræmi við 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu.