Hoppa yfir valmynd
21. júní 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Umsækjendur um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Merki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands - mynd

Sex sækja um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem heilbrigðisráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í lok maí. Umsóknarfrestur rann út 18. júní síðastliðinn.

Umsækjendur eru eftirtaldir:

  • Birgir Guðjónsson, deildarstjóri
  • Díana Óskarsdóttir, deildarstjóri
  • Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur
  • Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, forstöðumaður
  • Ingunn Björnsdóttir, dósent
  • Sigurður Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri

Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar á umsækjendum sem skipuð er í samræmi við 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta