Hoppa yfir valmynd
27. júní 2019 Matvælaráðuneytið

Kristján Þór fundaði með hagsmunaaðilum í fiskeldi

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund með helstu hagsmunaaðilum í uppbyggingu fiskeldis. Tilefni fundarins var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi. Á fundinum fór Kristján Þór yfir næstu skref í þeim verkefnum sem samþykkt frumvarpanna leiða af sér og kallaði jafnframt eftir sjónarmiðum fundargesta.

Fundinn sátu fulltrúar frá Icelandic Wildlife Fund, Landssambandi veiðifélaga, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austurlandi.

„Undanfarna mánuði og misseri hefur umræðan um uppbyggingu fiskeldis verið nokkuð harkaleg og þar hafa þessir helstu aðilar skipt sér í fylkingar. Ég vildi með þessum fundi kalla fulltrúa þessara aðila saman og fara yfir næstu skref. Jafnframt hvetja þá til að leita leiða til að leggja sín lóð á vogarskálarnar þannig að meiri sátt geti skapast um uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ég er sannfærður um að samþykkt Alþingis á þessum tveimur frumvörpum geti orðið góður grunnur í því verkefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta