Hoppa yfir valmynd
30. júní 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Nýtt þjóðleikhúsráð skipað

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað þjóðleikhúsráð til næstu fjögurra ára. Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri og rithöfundur verður formaður ráðsins. Samkvæmt leiklistarlögum er þjóðleikhúsráð skipað fimm mönnum. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi ráðsmanna. Félag íslenskra leikara tilnefnir einn fulltrúa og Félag leikstjóra á Íslandi annan en þrír eru skipaðir án tilnefningar.

Auk Halldórs sitja í ráðinu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri, varaformaður ráðsins skipuð án tilnefningar, Pétur Gunnarsson rithöfundur, skipaður án tilnefningar, Sigmundur Örn Arngrímsson leikari, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara, og Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands, tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta