Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2019 Dómsmálaráðuneytið

Heimildir rýmkaðar og aukið fé til að stytta málsmeðferðartíma

Dómsmálaráðherra og dómsmálaráðuneyti hafa að undanförnu unnið að endurskoðun ákveðinna þátta málefna útlendinga. Þar á meðal bæði styttingu málsmeðferðartíma og breiðari aðkomu að þverpólitískri nefnd um útlendingamál.

Umræða undanfarinna daga hefur undirstrikað nauðsyn þess að börn bíði ekki að ástæðulausu í lengri tíma eftir niðurstöðum.  Af þeim sökum hefur þessari vinnu verið hraðað undanfarnar vikur.

Niðurstaða þeirrar vinnu eru aðgerðir aðgerðir sem kynntar verða fyrir ríkisstjórn á þriðjudag.

Þar verða kynntar auknar fjárveitingar til málaflokksins til að takast á við það verkefni að stytta málsmeðferðartíma.

Þá hefur dómsmálaráðherra gefið út reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar. Breytingin er á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017 með síðari breytingu. Við reglugerðina bætist ný grein sem verður 32. gr. c svohljóðandi:

Útlendingastofnun er heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs.

Breytingin öðlast þegar gildi.

Aðgerðirnar fela einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta